Tekið skal fram að um 1.000 hestafla bíl er að ræða með upptak sem skilur eftir flest þau tæki sem til eru á landinu, en hann er aðeins þrjár sekúndur í hundraðið. Samt er bíllinn með yfir 500 kílómetra drægi. Aukahlutalistinn er líka mjög langur og má þar nefna hluti eins og sjálfkeyrslubúnað, búnað sem fylgist með ástandi ökumanns, myndavélakerfi, sjálfvirk díóðuljós, glerþak, díóðulýsingu, sérstöku hljómkerfi og svo má lengi telja.