Skiptir þar miklu máli hversu hljóðlátur raf bíllinn er. Bíllinn verður þó ekkert líkur núverandi Hummer EV, en mun þó nota sama undirvagn, rafmótora og rafhlöðu. Búast má við bíl sem er með brynvörn og brynjuðum undirvagni eins og hvert annað hernaðarökutæki, auk þess sem búnaður hans verður töluvert öðruvísi. Búast má við að fyrstu gerðir hans líti dagsins ljós á næsta ári. Ákvörðun um framleiðslu hans fyrir herinn verður þó ekki tekin fyrr en um miðjan áratuginn.