Standist tíma­á­ætlun um af­greiðslu til­laga kjör­bréfa­nefndar vonast Katrín Jakobs­dóttir, for­sætis­ráð­herra og for­maður Vinstri grænna, til þess að ný ríkis­stjórn verði kynnt í næstu viku. Þetta sagði Katrín í kvöld­fréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Tíma­á­ætlunin varðar til­­lögur um hvort stað­­festa skuli kjör­bréf þing­manna á grund­velli endur­­talningar at­­kvæða í Norð­vestur­­kjör­­dæmi eftir Al­þingis­­kosningarnar 25. septem­ber. For­­sætis­ráð­herra sagði að þing­­menn VG fundi sín á milli um greinar­­gerð nefndarinnar sem gefin var út í dag og tæp­­lega hundrað blað­­síður að lengd.

„Ef sú tíma­á­ætlun stenst þá í­­mynda ég mér að við getum í fram­haldinu farið að kynna nýja ríkis­­stjórn fyrir komandi kjör­­tíma­bil og í fram­haldinu farið að ræða hér fjár­lög og önnur stór mál í næstu viku,“ sagði Katrín í kvöld­fréttum Stöðvar 2.