ÍBV hefur fengið af­not af Herjólfs­dal vegna Þjóð­há­tíðar í ár. Fé­lagið hefur einnig óskað eftir af­notum af Skipa­sandi fyrir Húkkara­ballið og nýju sviði sem er á hug­mynda­stigi, verði af þeirri fram­kvæmd.

Ef það gengur ekki verður Húkkara­ballið í portinu bak við Hvíta­húsið líkt og undan­farin ár.

Fjöl­skyldu- og fræðslu­svið Vest­manna­eyja setja sem skil­yrði að allt rusl verði hreinsað af svæðinu fyrir 14. ágúst og öll færan­leg mann­virki skulu fjar­lægð fyrir 25. ágúst.