„Ég er hugsi yfir því hvort ég eigi sam­leið með vinstri grænum lengur,“ segir Lilja Raf­n­ey Magnús­dóttir, vara­þing­maður Vinstri grænna í Face­book færslu sinni þar sem hún bregst við frétt þar sem greint er frá því að Svan­dís Svavars­dóttir, mat­væla­ráð­herra, hyggist leggja fram frum­varp sem í haust sem taki upp svæða­skiptingu strand­veiða á ný.

Í að­sendri grein Svan­dísar í Morgun­blaðinu í morgun greinir hún frá þessu. Hún telur nú­verandi fyrir­komu­lag strand­veiða full­reynt og að af­nám svæða­skiptinga hafi mis­heppnast.

Lilja Raf­n­ey er ekki par sátt við á­form Svan­dísar. „Í stað þess að tryggja nægar afla­heimildir í Strand­veiði­kerfið í 48 daga á öllu landinu kýs ráð­herra að brjóta niður nú­verandi kerfi sem mikil þver­pólitísk vinna var lögð í,“ segir hún í færslunni.

Hún segir mark­mið strand­veiði­kerfisins hafi verið að tryggja afla­heimildir „í þessar um­hverfis­vænu og sjálf­bæru veiðar sem efla sjávar­byggðir landsins.“

Lilja Raf­n­ey segir á­kvörðunina illa í­grundaða og veltir því fyrir sér hvort hún eigi sam­leið með Vinstri grænum lengur.

„Ég er hugsi yfir því hvort ég eigi sam­leið með Vinstri grænum lengur þegar svo illa í­grundaðar á­kvarðanir eru gerðar án sam­ráðs þvert á stefnu VG um að efla Strand­veiðar!“ segir Lilja Raf­n­ey.