Mik­ill styr hef­ur stað­ið um starfs­lok­a­samn­ing sem sókn­ar­nefnd Hall­gríms­kirkj­u gerð­i við Hörð Ás­kels­son, kant­or kirkj­unn­ar. Hugi Guð­munds­son tón­skáld seg­ir, í grein sem hann skrifar, starfs­lok­a­samn­ing­inn „vald­ið eins kon­ar stór­slys­i í ís­lensk­u tón­list­ar­líf­i.“ Brott­hvarf Harð­ar hafi þær af­leið­ing­ar að kór­ar kirkj­unn­ar hverf­i á braut og þar með sé með tæp­leg­a fjör­u­tí­u ára upp­bygg­ing­u list­a­starfs í kirkj­unn­i kast­að á glæ.

Hugi seg­­ir tón­l­ist­­ar­­starf í Hall­gr­íms­­kirkj­­u gegnt mik­­il­­væg­­u hlut­­verk­­i sem upp­­eld­­is­­stöð fjöl­m­argr­­a list­­a­m­ann­­a, þar með tal­­ið hans. „Því er ekki ein­­göng­­u veg­­ið að tón­l­ist­­ar­­starf­­in­­u hér og nú held­­ur er kippt í burt­­u ein­­um af mátt­­ar­­stólp­­um ís­­lensks list­­a­l­ífs með ó­­­fyr­­ir­­sjá­­an­­leg­­um af­­leið­­ing­­um um ó­­komn­­a fram­­tíð“, skrif­­ar hann í bréf­­i sem hann send­­i Frétt­­a­bl­að­­in­­u.

Að mati Huga virð­ist sem lit­ið sé á tón­list sem af­gangs­stærð inn­an kirkj­unn­ar, „mys­un­a sem hellt er út þeg­ar ost­ur­inn er til­bú­inn.“ Þrátt fyr­ir að kirkj­ur séu sann­ar­leg­a reist­ar til trú­ar­iðk­un­ar en oft vilj­i gleym­ast að tón­list gegn­i mik­il­væg­u hlut­verk­i við slíkt og spyr hvort það þekk­ist ein­hver kirkj­u­at­höfn þar sem tón­list komi ekki við sögu.

„Þrátt fyr­ir þett­a læð­ist stund­um að mann­i sá grun­ur að inn­an kirkj­unn­ar geri menn sér ekki full­a grein fyr­ir þeim mikl­u menn­ing­ar­verð­mæt­um sem fel­ast í tón­list­ar­starf­i henn­ar“ seg­ir Hugi. Tón­list­ar­starf­ið sem Hörð­ur hafi far­ið fyr­ir sé mik­ið menn­ing­ar­verð­mæt­i sem byggt hafi ver­ið upp á fjöld­a ára.

Hall­gríms­kirkj­a set­ur mik­inn svip á mið­bæ­inn og fjöld­i ferð­a­mann­a sæk­ir hana heim á hverj­u ári.
Fréttablaðið/Eyþór Árnason

Það sé sið­ferð­is­leg skyld­a þjóð­kirkj­unn­ar að styðj­a við slíkt starf, líkt og henn­i beri skyld­a til að hlúa að bygg­ing­um kirkj­unn­ar og kirkj­um­un­um. Hann velt­ir því upp hvort þurf­i að end­ur­skoð­a regl­ur um tón­list­ar­stefn­ur þjóð­kirkj­unn­ar og lög um stöð­u, stjórn og starfs­hætt­i henn­ar.

„Það væri æsk­i­legt að kirkj­an send­i þau skil­a­boð að tón­list­ar­starf inn­an veggj­a kirkj­unn­ar, bæði inn­an og utan helg­i­halds, sé met­ið að verð­leik­um.“

Hugi seg­ir stöð­u Hall­gríms­kirkj­u ein­staka hér á land­i sem bæði stærst­u kirkj­u lands­ins og ein­um vin­sæl­ast­i ferð­a­mann­a­stað Reykj­a­vík­ur - hún sé því kirkj­a „allr­a lands­mann­a.“ Af þess­u leið­i að á­byrgð þeirr­a sem fara með völd inn­an kirkj­unn­ar sé meir­i en þeirr­a sem stjórn­a venj­u­legr­i sókn­ar­kirkj­u.

Ein­ar Karl Har­alds­­son, for­­mað­ur sókn­ar­­nefnd­ar Hall­gríms­kirkj­u, seg­ir patt­­stöð­u hafa ver­ið komn­a í sam­­skipt­i sókn­ar­­nefnd­ar Hall­gr­íms­­kirkj­u og Harð­ar.
Mynd/Samsett

Hugi vill að skil­grein­a þurf­i hlut­verk henn­ar inn­an þjóð­kirkj­unn­ar en sem sókn­ar­kirkj­u þeirr­a sem búa inn­an mark­a sókn­ar henn­ar. Til að mynd­a væri hægt að skil­grein­a hana sem ein­hvers kon­ar þjóð­ar­helg­i­dóm. „Það er ó­tækt að þjóð­ar­helg­i­dómn­um sé stjórn­að af nokkr­um ein­stak­ling­um úr hverf­in­u sem eru með afar veikt lýð­ræð­is­legt um­boð og bera litl­a virð­ing­u fyr­ir menn­ing­ar- og list­a­starf­i kirkj­unn­ar“, skrif­ar Hugi að lok­um.