Fjöl­miðla­nefnd hefur gert Huga Hall­dórs­syni að skrá fót­bolta­hlað­varps­þáttinn sinn Fanta­syGandalf sem fjöl­miðil. Er hann einn þriggja hlaðvarpsþáttastjórnenda sem fengið hafa slíkt erindi frá nefndinni. Hjörvar Hafliðason, stjórnandi Dr. Football, vinsælasta hlaðvarpsþátts Íslands, hefur ekki fengið slíkt erindi.

Í svari við fyrir­­­spurn Frétta­blaðsins vegna málsins segist Hugi vilja segja sem minnst um málið. Hann segist vilja bíða þar til hann hafi svarað nefndinni efnis­­lega.

Hugi varpaði fram spurningu á Face­­book hópnum Fjöl­­miðla­­nördar í síðustu viku um það hvort hlað­­varp geti talist sem fjöl­miðill. Ætla má að það hafi hann gert í kjöl­far erindis nefndarinnar.

Fékk hann marg­vís­­leg svör. Sagði sjón­­varps­­maðurinn Frosti Loga­­son til dæmis að hann teldi hlað­vörp hik­­laust vera fjöl­­miðla, það væri engin spurning. Jakob Bjarnar Gretars­­son, blaða­­maður, segist hins­vegar ekki telja svo vera.

„En reyndar er þetta hug­­tak eftir net í full­komnu upp­­­námi. Sem er merki­­legt í því ljósi að hið opin­bera keppist við að setja fyrir­­bæri sem enginn virðist vita hvað er lög, reglur og kvaðir.“

Hlaðvarpsþættir hafa rokið upp í vinsældum og reynslumiklir fjölmiðlamenn ekki sammála um hvort þau teljist til fjölmiðla.
Fréttablaðið/Samsett

Ætluð brot gegn lögum um veð­­mála­aug­­lýsingar

Kjarninn greindi á dögunum frá því að þremur ís­­lenskum hlað­­varps­þáttum hefði borist erindi frá nefndinni. Er hlað­­varp Huga þar á meðal.

Kemur þar fram að það sé til skoðunar hjá nefndinni að senda fleiri slíkar beiðnir á aðra ís­­lenska hlað­­varps­­stjórn­endur. Á­­stæðan sé veð­­mála­aug­­lýsingar frá eist­neska veð­­mála­­fyrir­­­tækinu Cool­bet.

Ekki er leyfi­­legt sam­­kvæmt fjöl­­miðla­lögum að aug­­lýsa veð­­mála­­starf­­semi sem ekki hefur leyfi hér á landi. Í dag er ekkert hlað­­varp hér á landi skráður sem fjöl­miðill.

Frétta­blaðið heyrði í Hjör­vari Haf­liða­­syni, þátta­­stjórnanda Dr. Foot­ball, vin­­sælasta hlað­­varps­þátt landsins. Sagðist hann ekkert vilja tjá sig um málið en tók fram að sér hefði ekki borist beiðni frá Fjöl­­miðla­­nefnd um að skrá hlað­­varp sitt sem fjöl­miðil. Engar aug­lýsingar fyrir Cool­bet væri að finna í hans þætti.

Í skrif­­legu svari til blaða­­manns Kjarnans frá nefndinni segir að hlað­vörp hafi áður verið mun minni í sniðum. Síðustu ár hafi þó stækkað og mörg þeirra hafi nú fjölda kost­enda eða aug­­lýsingar og þúsundir hlustanda á hvern þátt.

Þá segir nefndin jafn­­framt að það sé ekki úr­­slita­at­riði að hlað­vörp séu vistuð utan Ís­lands. Lang­f­lestum hlað­vörpum er einungis dreift inn á er­­lendar streymis­veitur.