Stjórnlagadómstóll Suður-Kóreu staðfesti húðflúrsbann sem verið hefur í gildi í landinu frá tíunda áratugnum.

Reuters greinir frá því að dómstóllinn hafi úrskurðað með naumum meirihluta að lögin brjóti ekki í bága við stjórnarskrána og að húðflúrun sé áhættusöm og gæti valdið heilsufarslegum skaða.

Suður-Kórea er eitt örfárra iðnríkja sem skilgreina húðflúrun sem læknisaðgerð og því aðeins á færi viðurkenndra lækna að framkvæma slíkar aðgerðir. Brot á banninu varðar sektir allt að 50 milljónum won, sem nemur rúmum 5 milljónum íslenskra króna, og allt að tveggja ára fangelsisvist.

Samtök húðflúrara í landinu höfðuðu mál til að fá banninu hnykkt árið 2017. Þau hafa harðlega gagnrýnt úrskurðinn, sem þeim þykir litast af afturhaldssemi og skorti á skilningi á menningarlegu gildi greinarinnar.

Talið er að rúmlega 50 þúsund húðflúrarar starfi í leyfisleysi í landinu.