Mikið álag er á sím­kerfi Heil­brigðis­stofnunar Austur­lands (HSA) eftir að stofnunin greindi frá því að ein­staklingar, sem smituðust af mis­lingum um miðjan febrúar­mánuð, hafi átt leið nokkuð víða um Fjarða­byggð og Fljóts­dals­hérað. 

Í til­kynningu á síðu HSA segir að sökum þess á­stands sem upp er komið geti stofnunin ekki tekið á móti syngjandi börnum í til­efni ösku­dagsins sem er í dag. 

„Mikið álag er nú á símanúmerinu 470-3081 og er fólk beðið um að sýna biðlund. Verið er að fjölga svarendum númersins og unnið að því að koma til móts við alla fyrirspyrjendur,“ segir á síðunni.

Fjögur mis­linga­smit hafa verið stað­fest í ís­lensku heil­brigðis­kerfi síðustu daga eftir að er­lendur smit­beri sat í vél Icelandair til landsins þann 14. febrúar síðast­liðinn. Um er að ræða mesta fjölda mis­linga­til­fella hér á landi síðan 1977. 

Frétta­blaðið hefur tekið saman ein­kenni mis­linga, sem eru mjög smitandi og í sumum til­fellum lífs­hættu­legir. Hér má sjá helstu ein­kenni og á­hrif veiru­sjúk­dómsins.