Nú standa yfir réttar­höld í París vegna hryðju­verka­á­rásanna í borginni í nóvember 2015. Hinn 32 ára gamli er eini eftir­lifandi með­limur hryðju­verka­sellu Íslamska ríkisins sem framdi á­rásina og kom fyrir dómara í dag. Hann fékk að á­varpa réttinn og sagði þar á­rásina ekki verið per­sónu­lega. Þar féllu 130 manns.

Auk Abdeslam eru 19 aðrir á­kærðir fyrir aðild sína að á­rásinni. Einungis 13 eru þó í dóms­sal þar sem talið er að hinir séu látnir.

Hann truflaði réttar­höldin tví­vegis í síðustu viku með há­reisti og hama­gang. Í þetta skiptið veitti dómari honum og öðrum sak­borningum leyfi til að tjá sig stutt­lega. Að sögn fjöl­miðla sem við­staddir voru var hann hóf­samari í fram­komu nú.

„Við réðumst á Frakk­land, á íbúa landsins, ó­breytta borgara en það var ekkert per­sónu­legt,“ sagði Abdeslam. Þessi um­mæli hans vöktu hneykslun eftir­lif­enda og að­stand­enda fórnar­lamba á­rásarinnar sem voru við­staddir.

Teikning af Salah Abdeslam er hann flutti ræðu í dóms­sal í dag.
Mynd/Francetele

Hann sagði á­byrgðina á á­rásinni í raun liggja á François Hollande fyrr­verandi for­seta Frakk­lands sem hefði mátt vita að loft­á­rásir Frakka á Íslamska ríkið í Sýr­landi myndu kosta franska borgara lífið. Franskar her­flug­vélar hafi ekki gert neinn greinar­mun á karl­mönnum, konum og börnum og til­gangurinn með á­rásinni hafi verið að „við vildum að Frakk­land upp­lifði sama sárs­aukann.“

Abdeslam sagðist vita að orð sín myndu koma „við­kvæmum sálum“ í upp­nám en hann vildi vera hrein­skilinn og segja satt og rétt frá. Hann hafnaði því að hann væri hryðju­verka- og öfga­maður, túlkun hans og fé­laga sinna á Íslam væri hin eina sanna.

Síðar í mánuðinum munu nokkrir eftir­lif­endur á­rásarinnar bera vitni og búist er við því að það taki um fimm vikur.

François Holland­e var for­seti Frakk­lands er á­rásirnar áttu sér stað þann 13. nóvember 2015.
Fréttablaðið/EPA