Hlut­deild eigna­mestu Ís­lendinga í heildar­eignum á landinu, hefur lækkað veru­lega frá árinu 2010, að því er fram kemur í töl­fræði­legri saman­tekt Við­skipta­ráðs Ís­lands. Mest er lækkunin hjá efsta 0,1 prósentinu, eða sem nemur 46 prósentum af eignum þess.

Í tölum ráðsins kemur fram að jöfnuður tekna á Ís­landi hafi haldist stöðugur undan­farin ár, og sé litið til hlut­deildar þeirra tekju­hæstu af heildar­tekjum lands­manna, megi ætla að tekju­jöfnuður hafi heldur aukist á allra síðustu árum.

For­kólfar Við­skipta­ráðs segja að Gini-stuðullinn, sem mælir tekjumun á milli efsta og neðsta tekju­fimmtungs, sé hvergi lægri en hér á landi. Aðrar Norður­landa­þjóðir raði sér þar í 6. til 10. sæti, en restina reki Búlgaría, Banda­ríkin, Mexíkó, Síle og Kosta Ríka.