Til­kynnt var um þjófnað á snjall­úri úr verslun í hverfi 105 í gær. Í dag­bók lög­reglunnar kemur fram að þjófurinn hafi komist undan en að at­vikið hafi náðst á eftir­lits­mynda­vél verslunarinnar.

Þá var til­kynnt um ein­stak­ling sem var í annar­legu á­standi og hrópaði í gjallar­horn í mið­borginni. Hann lét af þessari hátt­semi eftir sam­tal við lög­reglu. Það sama átti svo við ein­stak­ling sem var með ógnandi til­burði í mið­borginni.

Til­kynnt var um á­rekstur tveggja bif­reiða á gatna­mótum Hring­brautar og Naut­hóls­vegar. Einn aðili var fluttur á slysa­deild með minni­háttar meiðsli. Öku­menn beggja bif­reiða eru grunaðir um akstur undir á­hrifum vímu­efna.

Auk þeirra var nokkur fjöldi öku­manna stöðvaður vegna gruns um akstur undir á­hrifum á­fengis eða vímu­efna.