Fer­tug kona, Michelle Go, var úr­skurðuð látin eftir að henni var hrint fyrir lest á Times Square á laugar­dags­morgun. Voða­verkið hefur vakið mikla at­hygli í New York og rann­sakar lög­regla hvort að um haturs­glæp hafi verið að ræða.

Michelle, sem var af asísku bergi brotinn, var að bíða eftir lest þegar veg­farandi kom aftan að henni og hrinti henni út á lestar­teinanna í þann mund sem lestin kom.

Lög­regla hafði hendur í hári 61 árs karl­manns skömmu síðar, Simon Marti­al, og hefur hann játað að hafa hrint Michelle út á lestar­teinana. Í um­fjöllun New York Post kemur fram að Simon sé heimilis­laus og að hann hafi áður komist í kast við lögin. Ekki er talið að hann hafi þekkt Michelle.

Í frétt New York Post kemur fram að Michelle hafi unnið hjá ráð­gjafa­fyrir­tækinu Deloitte þar sem hún var deildar­stjóri. Þá hafði hún einnig starfað sem sjálf­boða­liði hjá góð­gerða­sam­tökunum New York Juni­or Leagu­e, en sam­tökin að­stoða meðal annars heimilis­lausa íbúa New York.