Vega­gerðin hefur lokað þjóð­vegi 1 í Ör­æfunum vegna storms á Suð­austur­landi fyrir um­ferð. Vegurinn lokaði klukkan 10 og verður lokaður að minnsta kosti til klukkan 12. Lokunin gildir að sögn Vega­gerðarinnar aðal­lega fyrir stærri bíla og bíla með aftan­í­vagna.

Appel­sínu­gul veður­við­vörun tók gildi á Suð­austur­landi klukkan 7 í morgun og gildir hún til há­degis í dag. Þá tekur gul veður­við­vörun við en gular við­varanir eru einnig í gildi á Suður­landi, vegna hvass­viðris, og Aust­fjörðum, vegna mikillar rigningar.

Á meðan appel­sínu­gula við­vörunin er í gildi á­kvað Vega­gerðin að taka upp svo­kallaða „mjúka lokun“ á þjóð­vegi 1 við Ör­æfin. Undir Ör­æfa­jökli og við Reynis­fjall má búast við vind­hviðum á allt að 35 metrum á sekúndu. Vega­gerðin segir að þessi mjúka lokun hluta vegarins gildi „aðal­lega fyrir stærri bíla og bíla með aftan­í­vagna“.