Ó­prúttnir aðilar hafa undan­farið hringt í fólk í nafni fyrir­tækja Orku­veitu Reykja­víkur og sakað það um að stela raf­magni sem á­réttar að sím­tölin séu ekki frá fyrir­tækinu.

Í til­kynningu frá Orku­veitunni segir að fyrir­tækið hafi séð um­ræðu um sím­tölin á sam­fé­lags­miðlum og að fólk sömu­leiðis haft sam­band við það vegna þessa.

Sím­tölin eru úr síma­númeri sem hefst á 877 og segir í til­kynningunni að svo virðist sem um at sé að ræða þar sem hringjandi biður ekki um per­sónu­upp­lýsingar á borð við korta­númer eða annað slíkt.