Óprúttnir aðilar hafa undanfarið hringt í fólk í nafni fyrirtækja Orkuveitu Reykjavíkur og sakað það um að stela rafmagni sem áréttar að símtölin séu ekki frá fyrirtækinu.
Í tilkynningu frá Orkuveitunni segir að fyrirtækið hafi séð umræðu um símtölin á samfélagsmiðlum og að fólk sömuleiðis haft samband við það vegna þessa.
Símtölin eru úr símanúmeri sem hefst á 877 og segir í tilkynningunni að svo virðist sem um at sé að ræða þar sem hringjandi biður ekki um persónuupplýsingar á borð við kortanúmer eða annað slíkt.