Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu hafði í nægu að snúast í gær­kvöld og nótt. Laust fyrir klukkan tíu í gær­kvöldi fékk lög­regla til­kynningu um líkams­á­rás í Bú­staðar­hverfi. Þar hafði maður nokkur hringt dyra­bjöllu og þegar hús­ráðandi kom til dyra ræðst maðurinn á hús­ráðanda. Þegar lög­reglu bara að garði var maðurinn á bak og burt, en telur sig vita um hvern er að ræða. Ekki fylgir sögunni um á­verka hús­ráðanda. Málið er nú í rann­sókn.

Um svipað leyti var til­kynnt um slys í mið­bænum, en þar hafði ung stúlka dottið af raf­hlaupa­hjóli og fengið höfuð­högg. Stúlkan reyndist með­vitundar­laus fyrst um sinn, en andaði þó. Þegar lög­reglu og sjúkra­flutninga­menn bar að garði var hún komin til með­vitundar.

Þá voru tvö önnur slys í kjöl­far falls af rafs­kútu til­kynnt til lög­reglu rétt fyrir mið­nætti.

Lög­regla fékk til­kynningu um rán í Breið­holti um kvöld­matar­leytið í gær, þar sem grímu­klæddur maður kom inn í verslun, fer ráns­hendi um sjóðs­vél og lætur sig hverfa.

Þá var til­kynnt um líkams­á­rás í Laugar­dalnum rétt fyrir klukkan eitt í nótt. Á­rásar­maður var hand­tekinn og vistar nú fanga­geymslu lög­reglu en málið er í rann­sókn. Að sögn lög­reglu eru á­verkar á­rásar­þola minni­háttar.

Til­kynnt var um þjófnað á veitinga­stað í mið­borginni, en sá fingra­langi hafði með sér yfir­höfn með ný­legum far­síma í eigu gests staðarins. Verð­mæti góssins eru sögð vera um 400 þúsund krónur.

Þá fékk lög­regla til­kynningu um líkams­á­rás í mið­borginni laust fyrir klukkan fjögur í nótt, en á­rása­r­aðili var hand­tekinn er lög­reglu bar að garði. Hann vistar nú fanga­geymslu lög­reglu í þágu rann­sóknar málsins. Að svo stöddu er ekki vitað um á­verka á­rásar­þola.

Lög­regla þurfti að hafa af­skipti af manni á veitinga­stað í mið­borginni um hálf­fimm í nótt, en þegar lög­reglu bar að garði höfðu dyra­verðir yfir­bugað manninn og höfðu hann í taki. Hann reyndist í annar­legu á­standi og hafði uppi ógnandi til­burði við lög­reglu. Sá var hand­tekinn, en hann fór ekki að fyrir­mælum lög­reglu, né vildi hann gefa upp nafn eða kenni­tölu. Maðurinn var fluttur rak­leiðis niður á stöð þar sem hann gistir nú fanga­geymslu og er málið í rann­sókn.