Þing Hring­borðs Norður­slóða – Arctic Circ­le hefst í Hörpu að morgni fimmtu­dagsins 10. októ­ber í þessari viku og sækja það um 2000 þátt­tak­endur frá 50-60 löndum. Í 188 mál­stofum með rúm­lega 600 ræðu­mönnum mun birtast hin nýja heims­mynd sem nú er í mótun þar sem Norðu­slóðir eru í vaxandi mæli vett­vangur allra helstu for­ystu­ríkja veraldar. Þetta kemur fram í til­kynningu frá skipu­leggj­endum.

Þar kemur fram að þingið sæki fjölda for­ystu­fólks frá Banda­ríkjunum, Rúss­landi, Kína, Japan, Kóreu, Frakk­landi, Þýska­landi og fleiri ríkjum auk þess sem ís­lenskir ráð­herrar, vísinda­menn, um­hverfis­sinnar og stjórn­endur fyrir­tækja munu taka virkan þátt í þinginu.

Þingið er einnig opið ís­lenskum al­menningi og hafa nokkur hundruð sæti verið tekin frá í þessu skyni. Ís­lenskir þátt­tak­endur þurfa hins vegar að skrá sig á vef­síðunni www.ArcticCirc­le.org. Þar má einnig nálgast dag­skrá þingsins.

Meðal ræðu­manna á opnunar­fundi þingsins verða for­sætis­ráð­herrar Ís­lands, Finn­lands og Græn­lands, krón­prinsessa Sví­þjóðar, orku­mála­ráð­herra Banda­ríkjanna, ríkis­stjóri helsta orku­svæðis Rúss­lands, utan­ríkis­ráð­herrar Fær­eyja og Dan­merkur, Norður­slóða­full­trúar Frakk­lands og Singa­púr auk fram­kvæmda­stjóra Nor­rænu ráð­herra­nefndarinnar og formanns Inuit frum­byggja­sam­takanna.

Á fyrsta degi þingsins tala einnig á aðal­fundum þess Norður­slóða­full­trúar Kína og Kóreu; sér­stök um­ræða verður um við­skipta­fram­tíð Græn­lands og vísinda­for­ystu Banda­ríkjanna. Á loka­fundi þingsins 12. októ­ber talar fyrrum utan­ríkis­ráð­herra Banda­ríkjanna.