Fellibylurinn Micheal, sem orðinn er fjórða stigs fellibylur, skekur nú ríki Flórída í Bandaríkjunum. Hann er nú rétt utan við Panama Beach. Vindhraðinn þar sem hann er mestur er nú um 69 metrar á sekúndu, eða 150 mílur á klukkustund. Miðað við þann vindstyrk er hann á mörkum þess að verða fimmta stigs fellibylur.

The National Hurricane Center hefur gefið út að fellibylurinn geti haft í för með sér mikla eyðileggingu. Um gæti verið að ræða sterkasta fellibyl sem komið hafi að landi á þessum slóðum.

30 milljónir manna eru á því svæði sem verst ætlar að verða úti. Talið er að fellibylurinn geti ógnað lífi fólks. Hann stefnir Norðaustur.

ame>

Veðurfræðingurinn Marc Weinberg hefur birt á Twitter myndskeið af húsi í Panama Beach sem lætur undan vindinum.