Maður sem var á gangi á Laugavegi varð fyrir því að óprúttinn aðili hrifsaði af honum símann. Þjófurinn komst undan á hlaupum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.

Lögreglan handtók fjóra aðila í Árbæ fyrir sölu og dreifingu fíkniefna, en fjórmenningarnir eru grunaðir um fleiri brot. Þeir voru vistaðir í fangaklefa og málið er í rannsókn.

Einn aðili var handtekinn í miðborginni með mikið magn fíkniefna. Hann er grunaður um sölu og dreifingu fíkniefna og var vistaður í fangaklefa.

Tilkynnt var um aðila sem kíkti á glugga í Breiðholti. Maðurinn fannst ekki, þrátt fyrir leit.

Ökumaður var stoppaður í Grafarvogi sem reyndist undir áhrifum fíkniefna.

Árekstur varð í miðborginni og einn var fluttur á slysadeild með sjúkrabifreið vegna minniháttar meiðsla. Annar bílinn var óökufær og var því fluttur burt með kranabíl.

Bifreið var ekið á ljósastaur í Garðabæ, en engin slys urðu á fólki.

Bíl var bakkað ofan í húsagrunn í Kópavogi, en enginn slasaðist.