„Skil kröftugrar lægðar ganga á land annað kvöld, og bera með sér það sem kalla mætti þokka­legt vetrar­veður með suð­austan stormi, snjó­komu eða slyddu sem spillir færð og skyggni á vegum.“

Þetta segir í til­kynningu sem birtist á Face­book-síðu Veður­stofu Ís­lands nú síð­degis.

Veður­stofan hefur gefið út gular við­varanir vegna veðurs fyrir sjö spá­svæði á morgun og taka þær fyrstu gildi klukkan 19 annað kvöld þegar skilin ganga á land. Nýjar við­varanir taka svo gildi á há­degi á fimmtu­dag, 26. nóvember, þar sem varað er við suð­vestan átt, 15-25 metrum á sekúndu með mjög litlu skyggni í éljum. Því verða aksturs­skil­yrði vara­söm.

Búast má við því að færð spillist á höfuð­borgar­svæðinu annað kvöld, en gert er ráð fyrir suð­austan­hríðar­veðri frá klukkan 20 annað kvöld. „Suð­austan 13-23 m/s, hvassast á Kjalar­nesi. Snjó­koma og skaf­renningur og ört versnandi færð á götum og vegum, ekki síst í efri byggðum,“ segir í við­vörun Veður­stofunnar.

Svipað verður uppi á teningnum á Suður­landi, Faxa­flóa, Breiða­firði, Vest­fjörðum, Ströndum og Norður­landi vestra og Mið­há­lendinu þar sem ekkert ferða­veður verður.

Nánari upp­lýsingar má fá á vef Veður­stofu Ís­lands.