Ó­venju­leg hreyfing hefur verið á odd­vitum stjórn­mála­flokka í bæjar­stjórn Akur­eyrar frá kosningum.

Brynjólfur Ingvars­son geð­læknir sem leiddi Lista flokksins hefur sagt skilið við flokkinn vegna ó­á­nægju og á­sakana og starfar nú sem ó­háður. Gunnar Lín­dal, odd­viti L-listans, hefur einnig á­kveðið að láta af störfum sem bæjar­full­trúi vegna ann­ríkis við önnur störf.

Halla Björk Reynis­dóttir, bæjar­full­trúi L-listans, sem er gamal­reynd í pólitíkinni, bendir á að þessi tvö mál séu gjör­ó­lík.

„Bæjar­full­trúar hafa sagt sig frá störfum áður, ekki reyndar hjá okkur þannig að þetta er nýtt fyrir L-listann," segir Halla Björk. „Að­stæður hjá Gunnari breyttust þannig að hann sér sér ekki fært að sinna sínu verk­efni.“

Hún segir að þótt Gunnar stigi til hliðar færist aðrir upp.

„Þetta breytir engu um okkar starf, maður kemur í manns starf, hann verður á­fram með okkur í flokks­starfi.“