Óvenjuleg hreyfing hefur verið á oddvitum stjórnmálaflokka í bæjarstjórn Akureyrar frá kosningum.
Brynjólfur Ingvarsson geðlæknir sem leiddi Lista flokksins hefur sagt skilið við flokkinn vegna óánægju og ásakana og starfar nú sem óháður. Gunnar Líndal, oddviti L-listans, hefur einnig ákveðið að láta af störfum sem bæjarfulltrúi vegna annríkis við önnur störf.
Halla Björk Reynisdóttir, bæjarfulltrúi L-listans, sem er gamalreynd í pólitíkinni, bendir á að þessi tvö mál séu gjörólík.
„Bæjarfulltrúar hafa sagt sig frá störfum áður, ekki reyndar hjá okkur þannig að þetta er nýtt fyrir L-listann," segir Halla Björk. „Aðstæður hjá Gunnari breyttust þannig að hann sér sér ekki fært að sinna sínu verkefni.“
Hún segir að þótt Gunnar stigi til hliðar færist aðrir upp.
„Þetta breytir engu um okkar starf, maður kemur í manns starf, hann verður áfram með okkur í flokksstarfi.“