Hópur 30 starfsmanna ferðaþjónustufyrirtækja, stofnana og umhverfissamtaka tóku þátt í alþjóðlegu strandhreinsunarátaki og hreinsuðu 600 kiló af rusli við Laxá í Aðaldal. Allt að 70 prósent af því voru netadræsur og veiðarfæri.

Bandarísku samtökin Ric O'Barry's Dolphin Project skipulögðu ferðina en samtökin einblína á verndun höfrunda og hvala í höfum heimsins

„Að þessu sinni var farið að ósum Laxár í Aðaldal, í landi Laxamýrar með þátttöku landeigenda en þetta er í þriðja sinn sem fjörur eru gengnar í þessum tilgangi en þátttakan hefur aukist með ári hverju og er hópurinn nú orðinn fjölþjóðlegur,“ segir í tilkynningu sem Heimir Harðarsson sendi á Fréttablaðið.

Ruslinu var komið í viðegiandi flokkun með aðstoð Norðursiglingar og Íslenska Gamafélagsins.

Rusl í höfunum er talið bera ábyrgð á dauða nærri milljón sjávardýra á hverju einasta ári. Á Húsavík, sem víðar, er vaxandi áhugi á hafinu og umhverfi þess.

Að þessu sinni var farið að ósum Laxár í Aðaldal
Ales Mucha, Belén G Ovide

Þátttakendur voru:

Arctic Whale

Gentle Giants

Háskóli Íslands

Hvalasafnið á Húsavík

Norðursigling

Ocean Missions

Salka

Saltvík

Whale Wise