Jón Gunnars­son innan­ríkis­ráð­herra hefur ráðið Hrein Lofts­son sem að­stoðar­mann sinn. Hreinn var áður að­stoðar­maður Ás­laugar Örnu Sigur­björns­dóttur, frá­farandi dóms­mála­ráð­herra.

Hreinn Lofts­son lauk laga­námi við Há­skóla Ís­lands árið 1983 og öðlaðist réttindi til mál­flutnings fyrir Hæsta­rétti árið 1993. Hann á að baki fjöl­breyttan feril í lög­mennsku, at­vinnu­lífi, stjórn­sýslu og sem að­stoðar­maður ráð­herra í nokkrum ráðu­neytum frá árinu 1985 til 1992, þar á meðal Davíðs Odds­sonar í for­sætis­ráðu­neytinu.

Hreinn starfaði sem lög­maður fyrst á eigin stofu og síðan sem með­eig­andi lög­manns­stofunnar að Höfða­bakka. Frá 2014 hefur hann starfað sjálf­stætt. Hreinn hefur setið í stjórnum fjöl­margra fyrir­tækja eins og Baugur Group, nefnda og fé­laga, auk starfs á vett­vangi stjórn­mála.

Tilkynning stjórnarráðsins.