Gosinu í Geldinga­dölum var vart hugað líf fyrir nokkrum vikum en það er svo sannar­lega ekki dautt úr öllum æðum eins og eftir­farandi myndir eftir lithá­enska á­huga­ljós­myndarann Dona­tas Ar­lauskas sýna.

Síðustu nótt myndaðist nokkurs konar hraun­á sem streymdi niður hraun­breiðuna í Nátt­haga og yfir eldra hraun á svæðinu.

Mynd­band sem Dona­tas tók við Nátt­haga í gær­kvöldi og birti á Youtu­be sýnir hvernig hraunáin æðir fram svo minnir á jökul­hlaup.

Á morgun verða sléttir sex mánuðir liðnir síðan eld­gos hófst í Geldinga­dölum en þau tíma­mót urðu nú í vikunni að gosið tók fram úr eld­gosinu í Holu­hrauni hvaða tíma­lengd varðar, sem gerir það að lengsta gosi aldarinnar.

Mynd/Donatas Arlauskas
Mynd/Donatas Arlauskas
Mynd/Donatas Arlauskas
Mynd/Donatas Arlauskas
Mynd/Donatas Arlauskas
Mynd/Donatas Arlauskas