Hraunið í Meradölum þekur nú 1,25 ferkílómetra og rúmmál þess er 10,6 milljón rúmmetrar. Þetta kemur fram í niðurstöðum mælinga úr Pleiades-gervitunglinu, sem komu í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.

Einnig kemur fram að hraunflæði síðustu tíu daga hafi að meðaltali verið 10,4 rúmmetrar á sekúndu, en það er svipað meðaltal og í gosinu í fyrra.

Hraunflæðið hefur þó minnkað frá því sem var fyrsta sólarhrnginn. Fram kemur að slíkt sé algengt í eldgosum.

Líkt og áður segir koma þessar upplýsingar frá myndum sem Pleiades-gervitunglið tók, en það hafði hindrað því sýn fyrstu daga gossins.

Einnig kemur fram að loftmyndir hafi einnig verið teknar á laugardagsmorgun og sunnudagskvöld og að unnið verði úr þeim gögnum í dag og þá mun fást betri niðurstaða um hver staðan sé þessa stundina.