Þor­valdur Þórðar­son, eld­fjalla­fræðingur, segir hið spá­nýja eld­gos sem kom upp nú síð­degis í Mera­dölum vera mjög kraft­lítið í augna­blikinu. Það sé þó alltaf sá mögu­leiki fyrir hendi að gosið stækki.

„Sprungan er í litlu dal­verpi sem gengur norð­vestan úr Mera­dölum. Sprungan virðist vera ein­hverjir nokkur hundruð metrar á lengd og teygir sig að­eins upp í hlíðina líka. Hún er nokkurn veginn á þeim stað þar sem skjálfta­virknin var sem mest á Fann­dals­felli.“

Þor­valdur segir hraunið renna beint niður í Mera­dal. „Þetta er mjög kraft­lítið gos í augna­blikinu, það er búið að búa til smá hraun­veg sem færir frá því. Þetta er veik kviku­stróka­virkni og kviku­strókarnir eru ekki háir. Þeir eru sem­sagt metra­skalanum til kannski tíu-tuttugu metra skalanum myndi ég giska á,“ út­skýrir Þor­valdur.

Mjög svipað síðasta gosi

„Þetta er nokkuð sam­felld virkni á þeirri sprungu sem sést best, það er svona sam­fleytur veggur af kviku­strókum og svo er þessi sprunga sem maður sér ekki nægi­lega vel sem er þarna upp í hlíðinni. Hún gæti verið ská stíg svona sprungureimar sem tengjast þessu og það eru ein­hverjir kviku­strókar upp á þeim líka. Þetta er sem­sagt mjög aflítið gos og mjög svipað því sem við sáum árið 2021,“ segir Þor­valdur.

„Fram­leiðnin er mjög lítil þannig það er enginn kraftur í þessu og þetta er ekki að fara búa til neitt gjósku­fall eða neitt svo leiðis. Þetta býr til hraun og sendir gas frá sér. Það er alltaf mögu­leiki að gosið stækki. Við skulum bara vona ekki,“ segir Þor­valdur.

Ekki hætta í byggð

„Það er ekki hætta fyrir neina byggð miðað við virknina á þessum sprungum,“ segir fræðingurinn.

„Ekki nema sprungurnar lengist annað­hvort veru­lega til suðurs eða veru­lega til norðurs og fari yfir virka hlutann af Fagra­dals­fjalla­garðinum. Þá eru inn­viðir í hættu, en eins og er virðist ekkert benda til þess,“ segir fræðingurinn.

„Miðað við þetta þá sýnist mér nú að hraun­flæðið muni af­markast til að byrja með við Mera­dalinn.“

„En eins og ég segi þá miðast það allt við að virknin haldi sér á þessum sprungu­bútum þarna. Miðað við það sem við erum að sjá þá er engin bráða­hætta. En þó má vera að sprungurnar nái lengra út fyrir þetta svæði, en þá erum við með allt aðra sviðs­mynd.“