Innlent

Hrafn spyr Kristinn um greiðslur frá hagsmunaaðilum

Kristinn H. Gunnarsson og Hrafn Jökulsson hafa síðustu sólarhringa tekist hart á um lögheimilisskráningu þess síðarnefnda í Árneshreppi. Hrafn hefur nú spurt Kristinn hvort hann hafi þegið greiðslur frá þeim sem sjá sér hag í að virkja á Ströndum.

Hrafn Jökulsson hefur krafið Kristinn H. Gunnarson um svör við því hvort hann hafi þegið greiðslur frá hagsmunaaðilum í Árneshreppi.

Skyndileg fjölgun skráðra íbúa í Árneshreppi hefur verið hitamál síðustu sólarhringa, eftir að Fréttablaðið sagði frá að einstaklingum sem eiga lögheimili í Árneshreppi hafi fjölgað um 39 prósent á tveggja vikna tímabili, frá 24. apríl til 4. maí.

Sjá einnig: Íbúum fjölgað um 39 prósent

Hrafn Jökulsson, forseti Hróksins, er einn þeirra sem skráðir eru til heimilis í hreppnum og hann og Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður, hafa tekist nokkuð harkalega um málið á Facebook-síðu Hrafns.

Í ljósi þess að Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti í Árneshreppi, hefur staðfest að hún hafi sent Kristni lista með nöfnum nýbúanna spyr Hrafn Kristinn hvort hann hafi „á einhverju stigi þegið greiðslur frá hagsmunaaðilum í málinu.“

Hrafn varpar spurningunni fram á Facebook með þessum orðum: „Síðustu sólarhringa hefur Kristinn H. Gunnarsson sýnt ótakmarkaðan áhuga á því hvar ég á heima og hvar ég vakna á morgnana.

Sjá einnig: „Þú hótar ekki dóttur minni með rottueitri“

Samtímis hefur hann, einn manna, haldið uppi vörnum fyrir Ásbjörn Þorgilsson í Djúpavík, sem hótaði mér og mínum með rottueitri. Nú er komið í ljós að Kristinn virðist sérstakt handbendi virkjunarsinna, og mál til komið að hann svari skýrt og skilmerkilega: Hefur þú á einhverju stigi þegið greiðslur frá hagsmunaaðilum í málinu?“

 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Stjórnmál

Íbúum fjölgað um 39 prósent

Innlent

Segjast ekki hafa komið nálægt lögheimilisflutningum

Innlent

Reynir Traustason er peð í taflinu á Ströndum

Auglýsing

Nýjast

Skuldagrunnur á teikniborði eftirlitsins

Meirihluti Íslendinga óttast afleiðingar loftslagsbreytinga

Kostar 1,3 milljarða að lagfæra fyrir nýja ferju

Segir fyrirferð RÚV líklega ástæðu úttektar

Handtóku tvo katalónska bæjarstjóra

Dómur í Bitcoin-málinu kveðinn upp í dag

Auglýsing