Þrír ungir menn voru hand­teknir fyrir ó­læti í Kópa­vogi í nótt. Þetta kemur fram í til­kynningu frá lög­reglu þar sem segir að hópurinn hafi gert að­súg að lög­reglu.

Mennirnir eru allir sagðir hafa látið mjög ó­frið­lega eftir að lög­reglan stöðvaði för öku­manns í bænum sem grunaður var um akstur undir á­hrifum á­fengis og/eða fíkni­efna.

Segir að þre­menningarnir, sem voru far­þegar í fyrr­nefndum bíl, hafi þá reynt að tálma störf lög­reglunnar á vett­vangi og haft uppi grófar hótanir í garð lög­reglu­manna.

Eftir að öku­maðurinn var hand­tekinn fóru þre­menningarnir síðan að lög­reglu­stöðinni í Kópa­vogi og héldu þar upp­teknum hætti, en svo fór að þeir voru allir hand­teknir.

Hátt­semi mannanna fólst meðal annars í því að hrækja á lög­reglu­menn, berja og sparka i lög­reglu­bíla og reyna í­trekað að frelsa hand­tekinn mann.

Á meðal máls­gagna eru upp­tökur úr búk­mynda­vélum lög­reglu­manna á vett­vangi, að því er segir í til­kynningu lög­reglu.