Maður var hand­tekinn í verslun í Breið­holti á áttunda tímanum í gær­kvöldi, en sá var staðinn að því að reyna að yfir­gefa verslunina með vörur sem hann hafði ekki greitt fyrir. Þegar starfs­maður verslunarinnar reyndi að stöðva manninn hrækti hann í and­lit starfs­mannsins og hljóp út. Hófst þá heil­mikill eltinga­leikur, en annar starfs­maður verslunarinnar hljóp út á eftir manninum og elti hann þar til lög­reglu bar að garði. Maðurinn var færður á lög­reglu­stöð til skýrslu­töku og látinn laus að henni lokinni. Þetta kemur fram í dag­bók lög­reglu.

Þá fékk lög­regla til­kynningu á sjötta tímanum um hnupl úr verslunar­mið­stöð í Háa­leitis- og Bú­staða­hverfi. Þar var ung kona staðin að þjófnaði á snyrti­vörum og smá­kökum meðal annars. Við nánari eftir­grennslan mun þetta vera í­trekað brot hjá konunni og var máli af­greitt með vett­vangs­formi.

Til­kynnt var um mikla fíkni­efna­lykt á stiga­gangi í fjöl­býlis­húsi í Hafnar­firði laust fyrir klukkan átta í gær­kvöldi. Lög­regla mætti á vett­vang og þurfti að hafa af­skipti af konu vegna gruns um vörslu fíkni­efna. Ætluð fíkni­efni voru hald­lögð og málið af­greitt með vett­vangs­skýrslu.

Þá fékk lög­regla þrjár til­kynningar um um­ferðar­slys í gær­kvöldi og nótt.

Í Hlíða­hverfi var raf­hlaupa­hjóli ekið utan í bif­reið, en engin slys urðu á fólki. Til­kynnt var um út­afakstur á Þing­valla­vegi laust fyrir mið­nætti í gær­kvöldi. Engin slys urðu á fólki og reyndist bif­reiðin lítið skemmd við nánari eftir­grennslan, en mikil hálka var á vett­vangi. Tæpum klukku­tíma síðar barst lög­reglu önnur til­kynning um út­afakstur á Þing­valla­vegi. Að sögn lög­reglu slösuðust tveir, en þó minni­háttar.