Nokk­uð hef­ur ver­ið um að fólk fall­i í yf­ir­lið er það er ból­u­sett gegn COVID-19 hér­lend­is. Í það minnst­a fimm féll­u í yf­ir­lið í morg­un er þau voru ból­u­sett í Laug­ar­dals­höll og í gær varð blað­a­mað­ur Frétt­a­blaðs­ins vitn­i að því þeg­ar það leið yfir mann við ból­u­setn­ing­u þar. Fum­laus við­brögð starfs­fólks vökt­u at­hygl­i hans og var mann­in­um kom­ið til að­stoð­ar um leið og hann féll í yf­ir­lið.

Hræðsl­a fólks við nál­ar var oft­ast á­stæð­a þess að það leið yfir fólk við ból­u­setn­ing­ar sam­kvæmt nýrr­i rann­sókn band­a­rísks vís­ind­a­fólks. Það mæl­ir með því að fólk sem glím­ir við hræðsl­u við nál­ar eða heils­u­kvíð­a sé frek­ar ból­u­sett með ból­u­efn­i John­son & John­son þar sem ein­ung­is þarf að gefa það einu sinn­i.

Vís­ind­a­fólk hjá band­a­rísk­a sótt­varn­a­eft­ir­lit­in­u rann­sak­að­i 64 dæmi um nei­kvæð við­brögð við ból­u­setn­ing­um í fimm ríkj­um þeg­ar meir­a en 8.600 manns voru ból­u­sett. Þar kom í ljós að kvíð­i var helst­a á­stæð­a þess að fólk sýnd­i nei­kvæð við­brögð.

„Kvíð­a­tengd­ir at­burð­ir, líkt og yf­ir­lið, geta orð­ið strax eft­ir ból­u­setn­ing­u með hvað­a ból­u­efn­i sem er og gæti tengst kvíð­a gagn­vart því að fá spraut­u“ seg­ir í nið­ur­stöð­um rann­sókn­ar­inn­ar. Rann­sókn­in tók til til­fell­a dag­an­a 7. – 9. Apríl, áður en fregn­ir bár­ust um fá­tíð­a blóð­tapp­a í tengsl­um við ból­u­setn­ing­ar með efn­in­u.

Kvíð­a­við­brögð­in voru þess vald­and­i að sum­ir ból­u­settr­a feng­u of­önd­un, blóð­þrýst­ing­ur þeirr­a lækk­að­i skynd­i­leg­a, þau feng­i ó­gleð­i, höf­uð­verk eða féll­u í yf­ir­lið. Í mörg­um til­fell­um voru þess­i við­brögð vegn­a þess að fólk­ið var hrætt við nál­ar. Öll náðu þau sér fljótt og eng­ar lang­var­and­i af­leið­ing­ar komu fram.

„Þar sem ein­ung­is þarf að gefa ból­u­efn­i John­son & John­son einu sinn­i, gæti það ver­ið betr­i lausn fyr­ir þau sem eru hrædd við nál­ar“, seg­ir Anne Haus­er sem fór fyr­ir rann­sókn­inn­i. Fleir­i til­fell­i vand­a­mál­a tengd ból­u­setn­ing­u hafa kom­ið upp við ból­u­setn­ing­ar með ból­u­efn­um Pfiz­er og Mod­ern­a enda þarf að gefa þau tvisvar.