Á Fréttavaktinni í kvöld ræðum við við úkraínska þingkonu sem segist hafa þurft að læra hratt að beita riffli þegar innrás Rússa hófst fyrir tæpum sex mánuðum. Hún segir ástandið enn hræðilegt í heimalandinu. Haustið verði erfitt þar sem fólk sjái fram á orkuskort og kreppu í miðjum stríðsátökum.

Það eru ekki til nein góð lán á Íslandi, segir formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, sem gagnrýnir harðlega tilflutning fjár frá heimilunum til fjármálastofnana.

Ákvörðun norskra stjórnvalda um að aflífa rostunginn Freyju hefur reynst óvinsæl. Dýrafræðingur segir menn þurfa að læra af málinu. Vandamálið séum við mennirnir.