Hrað­próf fyrir Co­vid-19 eru mikið til um­ræðu þessa dagana. Rætt hefur verið um að gestir á menningar­við­burðum þurfi að fram­vísa nei­kvæðu slíku prófi til að fá inn­göngu og starfs­fólk og elstu nem­endur í skólum fari slík próf.

Svan­hildur Kon­ráðs­dóttir, for­stjóri Hörpu, sagði í sam­tali við Frétta­blaðið í síðustu viku að hrað­próf væru góð lausn til að nýta fleiri sæti þar. Þor­steinn Sæ­berg, for­maður Skóla­stjóra­fé­lags Ís­lands, sagði í við­tali við RÚV að skoða mætti að taka upp hrað­próf í næsta um­hverfi þeirra sem greinast smitaðir, svo ekki þurfi að senda heilu bekkina í sótt­kví komi upp smit þar. Helga Vala Helga­dóttir, þing­kona Sam­fylkingar og for­maður vel­ferðar­nefndar Al­þingis, sagði við Frétta­blaðið í síðustu viku að kanna ætti hvort taka ætti upp hrað­próf fyrir heil­brigðis­starfs­fólk, starfs­fólk skóla og elstu nem­endur.

Hér á landi hafa hrað­próf einungis staðið til boða fyrir ferða­menn sem þurfa á prófið að halda fyrir flug. Fjöldi ríkja tekur hrað­próf gild til inn­göngu í landið og er því eftir­spurn eftir þeim mikil hér hjá þeim sem hyggjast leggja land undir fót. Á landa­mærunum hér eru einungis tekin gild PCR-próf. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, segir í samtali við RÚV að þau hafi sína kosti en komi ekki í stað sóttkvíar hér.

Víða í Evrópu hafa verið gerðar til­raunir þar sem nei­kvætt hrað­próf er skil­yrði til inn­göngu á menningar­við­burði. Í Kali­forníu hafa yfir­völd greitt fyrir hrað­próf fyrir nem­endur og skóla­starfs­menn. Í Delaware verður boðið upp á hrað­próf fyrir alla nem­endur í ríkis­skólum í haust. Áströlsk yfir­völd hafa gefið út að slík próf verði notuð til að stemma stigu við far­aldrinum sem er í sókn þar líkt og víðast hvar annars staðar. Ekki liggur þó fyrir hvernig þeim verður beitt.

Um er að ræða svo­kölluð hrað­mót­efnis­va­ka­próf (e. rapid anti­gen test), sem mæla á­kveðinn prótein­hluta Co­vid-veirunnar og gagnast mest er við­komandi er mest smitandi sam­kvæmt vef Land­læknis­em­bættisins.

Hrað­próf hafa marga kosti um­fram PCR-próf hve stuttan tíma tekur að fá niður­stöðu, hún getur legið fyrir einungis korteri eftir að prófið er gert. Það getur tekið allt að því sólar­hring að fá niður­stöðu úr PCR-prófi. Ekki þarf að greina hrað­próf á rann­sóknar­stofu, ekki þarf sér­fræðinga til að taka þau og þau kosta minna. Prófið er gert með því að taka stroku úr nefi.

Hraðpróf framkvæmt í Belgíu.
Fréttablaðið/AFP

Þau eru hins vegar ekki jafn á­reiðan­leg og PCR-próf og greinist ein­stak­lingur með smit í hrað­prófi er hann sendur í PCR-próf. Niður­staða úr hrað­prófi getur legið fyrir einungis korteri eftir að það var tekið en allt að því sólar­hring getur tekið að fá niður­stöðu úr PCR-prófi. Gallinn við hrað­prófin er að meira þarf að vera af veirunni í sýninu til að greina smit en í PCR-prófi. Einnig er nokkur munur á á­reiðan­leika prófanna eftir fram­leiðanda. Afar litlar líkur eru þó á rangri já­kvæðri niður­stöðu, það er að smit greinist án þess að um raun­veru­legt smit sé að ræða. Sam­kvæmt rann­sókn frá maí á þessu ári gáfu hrað­próf rétta niður­stöðu um smit í 99,6 prósentum til­fella.

Hjá heilsu­gæslunni er boðið upp á hrað­próf og kosta þau fjögur þúsund krónur en PCR-próf kostar sjö þúsund krónur fyrir þá sem eru ein­kenna­lausir. Meðal þeirra sem bjóða upp á slík próf eru Öryggis­mið­stöðin og Co­vid­test.is. Öryggis­mið­stöðin er með skimunar­stöðvar í Reykja­nes­bæ og Reykja­vík og hefur að­stoðað Heilsu­gæsluna á höfuð­borgar­svæðinu við sýna­töku ferða­langa í Leifs­stöð. Fyrir­tækið hefur tekið um 20 þúsund hrað­próf hingað til. Þar kostar hrað­próf 6.900 krónur. Co­vid­test.is er með skimunar­stöðvar í Reykja­vík og á Akur­eyri og tæp­lega 10 þúsund sýni verið tekin þar. Þar kostar prófið einnig 6.900 krónur.

Röð eftir sýna­töku hjá Heilsu­gæslunni á höfuð­borgar­svæðinu á Suður­lands­braut.
Fréttablaðið/Urður Ýrr