Þór­ólfur Guðna­son sótt­varna­læknir segir hrað­prófin ekki vera eins á­reiðan­leg og ná­kvæm og PCR-prófin og því við­búið að þau greini ekki öll kórónu­veiru­smit. Hann segir á­kveðna á­hættu fólgna í því að leyfa fimm­tán hundruð manna sam­komur þar sem allir hafa tekið hrað­próf.

„Þau geta hins vegar verið góð, maður þarf bara að skilja hvaða van­kantar eru á þeim. Það er ein leiðin til að nýta sér það að það sé hægt að slaka meira á, en við þurfum bara að vera við því búin að hrað­prófin nái ekki öllum,“ segir Þór­ólfur í sam­tali við frétta­stofu RÚV.

Hann úti­lokar ekki að stórar hóp­sýkingar geti komið upp á þegar þessi leið er farin. „En við höfum ekki séð það gerast fram að þessu á svona við­burðum. Við erum alltaf að taka ein­hverja á­kveðna sénsa, það er það sem þetta gengur út á,“ segir Þór­ólfur.

Heil­brigðis­ráðu­neytinu hefur borist fjöldinn af um­sóknum fyrir markaðs­leyfi fyrir hrað­próf. Þór­ólfur segir þegar búið að neyta mjög mörgum prófum um markaðs­leyfi á þeim grund­velli að rann­sóknirnar séu ekki nógu öruggar og ná­kvæmar.