Akstur bif­reið­a á 30 kíl­ó­metr­a hrað­a á klukk­u­stund frek­ar en 50 km hrað­a get­ur dreg­ið úr svif­ryksm­eng­un um allt að því 40 prós­ent. Nagl­a­dekk slít­a veg­um 20 til 30 falt hrað­ar en ó­negld.

Þett­a er með­al þess sem kem­ur fram í nýrr­i rann­sókn sem unn­in var af Þrest­i Þor­steins­syn­i próf­ess­or í um­hverf­is- og auð­lind­a­fræð­i við Há­skól­a Ís­land og Jarð­vís­ind­a­stofn­un HÍ. Nið­ur­stöð­ur henn­ar voru kynnt­ar skip­u­lags- og sam­göng­u­ráð­i Reykj­a­vík­ur­borg­ar í morg­un.

Lækk­un há­marks­hrað­a á nagl­a­dekkj­a­tím­a­bil­i í Reykj­a­vík, sem er frá 1. nóv­emb­er til 15. apr­íl, gæti dreg­ið mjög úr magn­i svif­ryks í and­rúms­loft­in­u og slit­i gatn­a að því er seg­ir í frétt­a­til­kynn­ing­u frá Reykj­a­vík­ur­borg.

„Meng­un vegn­a um­ferð­ar er þekkt vand­a­mál og á Ís­land­i er það svif­ryk sem oft­ast veld­ur því að loft­gæð­i versn­a og fara yfir heils­u­vernd­ar­mörk. Magn meng­and­i efna er með­al ann­ars háð hrað­a ök­u­tæk­is, en það sam­band fer eft­ir teg­und meng­un­ar og ök­u­tæk­is,“ seg­ir í til­kynn­ing­unn­i.

Sé dreg­ið úr akst­urs­hrað­a úr 50 kíl­ó­metr­um í 30 km á klukk­u­stund dregst magn svif­ryks sam­an um 24 prós­ent sam­kvæmt rann­sókn­inn­i. Bú­ast við um 40 prós­ent sam­drætt­i í magn­i svif­ryks ef helm­ing­ur bíla er á nagl­a­dekkj­um og hrað­inn færð­ur úr 50 kíl­ó­metr­um í 30 km á klukk­u­stund.

Nagl­a­dekk séu helst­i or­sak­a­vald­ur svif­ryksm­eng­un­ar vegn­a um­ferð­ar og slít­a göt­um mun hrað­ar en þau sem ekki eru negld. Fyr­ir bíl á nagl­a­dekkj­um er mik­ill meir­i­hlut­i fram­leiðsl­u svif­ryks vegn­a vegsl­its eða 92 prós­ent.