Lög­reglan sinnti að vanda fjöl­breyttum verk­efnum í gær og í nótt Í dag­bók lög­reglu kemur fram að karl­maður hafi verið stöðvaður af lög­reglu í hverfi 101 í mjög annar­legu á­standi. Hann er grunaður um eigna­spjöll og vörslu fíkni­efna og var vistaður fyrir rann­sókn máls í fanga­geymslu lög­reglu.

Þá var rétt fyrir klukkan tíu sau­tján ára öku­maður stöðvaður í hverfi 105 á 123 kíló­metrum á klukku­stund þar sem að­eins má aka á 80. Öku­maðurinn viður­kenndi brotið og verður það til­kynnt til barna­verndar vegna aldurs öku­mannsins.

Þá voru höfð af­skipti af ein­hverjum fjölda öku­manna vegna gruns um akstur undir á­hrifum og án réttinda.