Þann 1. ágúst síðastliðinn voru 136 einstaklingar með fötlun á biðlista eftir að fá úthlutað húsnæði hjá Reykjavíkurborg. Af þeim eiga 22 lögheimili utan Reykjavíkur.

Borgarráð hefur samþykkt endurskoðaða uppbyggingaráætlun húsnæðis fyrir fatlað fólk í Reykjavík. Þannig er gert ráð fyrir hraðari uppbyggingu og styttingu biðlista.

Samkvæmt áætluninni verður Félagsbústöðum falið að byggja 20 nýja íbúðakjarna með 120 íbúðum. Áætlunin gildir til ársins 2028 en verður endurskoðuð árlega.