Bílar

Hraðamet á Range Rover Sport SVR í Tianmen í Kína

Fór leiðina á 9 mínútum og 51 sekúndu. Fyrra met var frá 2016 þegar Ferrari 458 Italia var ekið sömu leið á 10 mínútum og 31 sekúndu.

Range Rover Sport SVR á leið upp beygjurnar í Tianmen á nýju hraðameti.

Ho-Pin Tung setti hraðamet á einum erfiðasta vegi Kína, Tianmen, á 575 hestafla Range Rover Sport SVR um daginn eins og greint var hér frá fyrir stuttu. Fyrra met var sett á sönnum sportbíl, Ferrari 458 Italia. Það var því mikil áskorun að skáka því meti á jeppa. Leiðin um Tianmen er 11,3 km og liggur í 99 mjög kröppum beygjum upp bratta fjallshlíð í átt til Himnahliðsins fræga. Ho-Pin Tung, sem einnig ekur í Formula 1 fyrir Panasonic-Jaguar liðið, ók átta strokka 575 hestafla Range Rover Sport SVR sem er aðeins 4,5 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km/klst og ók leiðina á 9 mínútum og 51 sekúndu. Fyrra met var frá 2016 þegar Ferrari 458 Italia var ekið sömu leið á 10 mínútum og 31 sekúndu.

Sportjeppar eins og Range Rover Sport SVR eru að sjálfsögðu ekki beinlínis hannaðir til að skáka sérhönnuðum sportbílum sem hafa einstaklega lágan þyngdarpunkt og eru með lága yfirbyggingu eins og Ferrari auk auðvitað kraftmikillar vélar. En það er einmitt það sem Ho-Pin Tung gerði á staðalútgáfu Range Rover Sport SVR þar sem meðalhraðinn var 68,8 km/klst. Bíllinn er sá hraðskreiðasti Land Rover sem framleiddur hefur verið til þessa, en hámarkshraðinn er um 280 km/klst. Bíllinn er á nýjum undirvagni sem bregst betur við krefjandi aðstæðum á veginum og veitir því enn betri og öruggari aksturseiginleika en áður. Áður en lagt var af stað höfðu verkfræðingar Land Rover stillt stjórntölvu vélarinnar, hemlakerfið og fleiri kerfi bílsins í samræmi við áskorunina fram undan til að hámarka möguleg afköst bílsins og öryggi ökumannsins.

Að akstri loknum sagði Ho-Pin Tung ökuferðina hafa verið einstaka. „Ég er áhugamaður um hraðskreiða bíla og vanur að taka þátt í hraðakeppnum. En að fást við þessar erfiðu og mörgu kröppu beygjur, alls 99 talsins, var mjög einstök upplifun. Að viðhalda hámarkseinbeitingu allan tímann var erfiðast í þessum endalausu og erfiðu 180 gráðu beygjum þar sem þurfti að hægja mikið á í sjálfum beygjunum og gefa svo allt í botn aftur. Það var því auðvelt að gera mistök og því ákvað ég að mynda eins konar takt í keyrslunni með samspili uppgírunar, niðurgírunar, hröðunar og svo framvegis sem bíllinn höndlaði alveg einstaklega vel og gerði mér aksturinn auðveldari. Þótt hann sé sportjeppi í fullri stærð getur hann látið eins og sannur sportbíll hvað afl, hreyfingar og aksturseiginleika varðar,“ sagði Ho-Pin Tung.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Bílar

Rafknúnir og mengunarlausir vetnisbílar Hyundai komnir í umferð á Íslandi

Bílar

Náði 218 km meðalhraða í Isle of Man TT keppninni

Bílar

Náði 218 km meðalhraða í Isle of Man TT keppninni

Auglýsing

Nýjast

Innlent

Mal­bikun á Reykja­nes­braut í dag

Innlent

Vindur og væta í dag en léttir til á morgun

Innlent

Dagur Hoe dæmdur í 17 ára fangelsi

Innlent

Dópaður á mótor­hjóli fór yfir á rauðu og olli slysi

Viðskipti

MS semur við KSÍ um skyr

Hm 2018

HM-glaðir Íslendingar byrja helgina snemma

Auglýsing