Gilli­an Keegan, undirráðherra í utan­ríkis­ráðuneyti Bret­lands, segir að yfir­lýsing Vla­dimírs Pútíns Rúss­lands­for­seta um her­kvaðningu sé stig­mögnun á stríðinu í Úkraínu sem á­stæða er til að hafa á­hyggjur af.

Pútín hyggst leggja allt í sölurnar til að ná völdum í austur­hluta Úkraínu en úkraínski herinn hefur náð tökum á mikil­vægum svæðum þar undan­farnar vikur. Her­kvaðningin tekur gildi strax í dag og gæti þýtt að allt að 300 þúsund her­menn verði sendir til Úkraínu.

Pútín í­trekaði einnig að Rússar myndu beita öllum ráðum til að ná mark­miðum sínum.

„Við munum tryggja full­veldi móður­lands okkar, sjálf­stæði þess og frelsi. Ég endur­tek: Með öllum til­teknum ráðum. Þeir sem reyna að kúga okkur með kjarna­vopnum ættu að vita að vindurinn getur verið fljótur að snúast,“ sagði hann.

„Þetta er al­var­leg hótun en eitt­hvað sem við höfum séð áður,“ sagði Gilli­an í sam­tali við BBC í morgun. Hún sagði að taka bæri á­varp hans og hótanir al­var­lega en kallaði einnig eftir yfir­vegun þrátt fyrir hótanir hans um kjarna­vopn.

„Þetta er eitt­hvað sem við ættum að taka al­var­lega því, þú veist, við höfum ekki stjórn á þessum að­stæðum. Ég er ekki viss um að hann hafi stjórnina heldur. Þetta er aug­ljós­lega stig­mögnun og fyrir rúss­nesku þjóðina þýðir þetta að hluti hennar verður beinn þátt­takandi í stríðinu.“