Íslenska ríkið og Félagsstofnun stúdenta hafa keypt Hótel Sögu af Bændasamtökunum. Frá þessu er greint í tilkynningu.

Þar kemur fram að hluti hótelsins verði hluti húsnæðisins nýttur undir starfsemi Háskóla Íslands og að hluta húsnæðisins verði breytt í Stúdentaíbúðir.

Þá kemur fram í tilkynningunni að samningurinn hafi verið gerður með fyrirvara um samþykki Alþingis en heimild til kaupanna var staðfest með samþykkt fjáraukalaga í gærkvöldi.

Afhending hússins mun fara fram á næstu vikum og mánuðum.

Í Bændahöllinni fór starfsemi Hótel Sögu fram um áratuga skeið. Hótelinu var hins vegar endanlega lokað í nóvember 2020. Hafa samningaviðræður um sölu á fasteigninni staðið lengi yfir.