Rauði krossinn mun mögu­lega fá Hótel Sögu til um­ráða og af­nota í þágu flótta­fólks sem hingað kemur frá Úkraínu. Þetta kemur fram í Morgun­blaðinu í dag en þar kemur einnig fram að búið sé að út­vega nokkur hús á Bif­röst þar sem fólkið getur dvalið, auk í­búða víða á höfuð­borgar­svæðinu.

Í frétt Morgun­blaðsins er haft eftir Gylfa Þór Þor­steins­syni, að­gerðar­stjóra fyrir mót­töku flótta­fólks, að fólk dvelji fyrst í hús­næði Út­lendinga­stofnunar en að það sé reynt að koma þeim sem fyrst í varan­legt hús­næði.