Rauði krossinn mun mögulega fá Hótel Sögu til umráða og afnota í þágu flóttafólks sem hingað kemur frá Úkraínu. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag en þar kemur einnig fram að búið sé að útvega nokkur hús á Bifröst þar sem fólkið getur dvalið, auk íbúða víða á höfuðborgarsvæðinu.
Í frétt Morgunblaðsins er haft eftir Gylfa Þór Þorsteinssyni, aðgerðarstjóra fyrir móttöku flóttafólks, að fólk dvelji fyrst í húsnæði Útlendingastofnunar en að það sé reynt að koma þeim sem fyrst í varanlegt húsnæði.