Slökkvi­liðið á Akur­eyri slökkti nú síð­degis eld sem upp kom í þaki húss að Strand­götu 31 en þetta stað­festir vakt­hafandi varð­stjóri í sam­tali við Frétta­blaðið. Rýma þurfti þriggja hæða nær­liggjandi hótel sem er við húsið vegna eldsins.

Allt til­tækt slökkvi­lið var kallað á vett­vang og gengu slökkvi­störf vel og hefur vett­vangi nú verið af­hentur lög­reglu. Talið er að eldurinn hafi komið upp í störfum iðnaðar­manna sem unnu að því að bræða tappa inn í þak­plötur. Nokkuð vatns­tjón er á efstu tveimur hæðunum eftir við­búnað slökkvi­liðsins.

Agnes Guðna­dóttir, starfs­maður Torgs, var stödd á um­ræddu hóteli þegar það var rýmt og segir í sam­tali við Frétta­blaðið að mikil lykt hafi komið upp vegna eldsins og gestum hótelsins verið nokkuð brugðið þegar þau voru beðin um að yfir­gefa húsið.