Frétta­blaðinu barst í morgun hótunar­póstur þar sem kemur fram að ef rit­stjórn blaðsins biðjist ekki af­sökunar á mynd­birtingu af rúss­neska fánanum fyrir mið­nætti á Moskvu­tíma, sem er klukkan níu í kvöld, verði vefur blaðsins fyrir tölvu­á­rás.

Myndin sem um ræðir birtist í grein í Frétta­blaðinu í gær en þar var rætt við blaða­manninn Val Gunnar­son sem er í Kænu­garði. Á myndinni sést ein­stak­lingur stíga á rúss­neska fánann og segir í mynda­texta: „Úkraínu­menn hafa fundið ný not fyrir rúss­neska fánann.“

Rúss­neska sendi­ráðið á Ís­landi vakti at­hygli á fréttinni í gær­kvöldi og krafði Frétta­blaðið um af­sökunar­beiðni. Sendi­ráðið telur mynd­birtinguna brot á lögum og biður Frétta­blaðið vin­sam­legast um að „eyða ekki tímanum sínum í að verja þetta á bak við tjöld tjáningar­frelsisins.“

Sig­mundur Ernir Rúnars­son, rit­stjóri Frétta­blaðsins, sagði í gær­kvöldi að blaðið ætli ekki að biðjast af­sökunar á mynd­birtingunni þar sem um frétta­mynd sé að ræða.

„Við lítum á þetta al­var­legum augum enda um hótun að ræða sem þegar hefur verið til­kynnt til lög­reglu,“ segir Sig­mundur Ernir.

„Það er ekkert heilagt í stríði þar sem börn, mæður, gamal­menni eru drepin og heilu sam­fé­lögin lögð í rúst. Þar er fáni nánast auka­at­riði enda er víða traðkað á fánum um allan heim í mót­mæla­skyni,“ segir Sig­mundur. „Ég held að Rússar ættu fyrst og fremst að hugsa um það að koma al­menni­lega fram við aðrar þjóðir í kringum sig heldur enn að vera að væla út af mynd í Frétta­blaðinu,“ sagði Sig­mundur í sam­tali við Vísi í gær­kvöldi.