Nokkrir ein­staklingar gista fanga­geymslur lög­reglu eftir nóttina en alls kom 61 mál inn á borð lög­reglunnar á höfuð­borgar­svæðinu frá því síð­degis í gær og þar til í morgun.

Nokkrar til­kynningar um fólk í annar­legu á­standi bárust lög­reglu, en í einu af þessum málum var til­kynnt um ein­stak­ling sem kom inn í verslun í mið­borginni og hótaði þar að stinga starfs­mann.

Þrír voru hand­teknir vegna gruns um akstur undir á­hrifum fíkni­efna, þar á meðal einn sem reyndi árangurs­laust að hlaupa í burtu frá lög­reglu. Þá var einn kærður fyrir of­beldi gagn­vart lög­reglu­manni í nótt, en frekari upp­lýsingar um málið koma ekki fram í skeyti lög­reglu.

Einn var sviptur öku­réttindum fyrir of hraðan akstur en hann mældist á 108 kíló­metra hraða þar sem há­marks­hraði er 50 kíló­metrar á klukku­stund. Sam­kvæmt sektar­reikni á vef lög­reglunnar má öku­maðurinn eiga von á 150 þúsund króna sekt.