Tvær til­kynningar bárust lög­reglu í dag um menn sem höfðu í hótunum og sýndu af sér ógnandi til­burði. Þetta kemur fram í dag­bók lög­reglu frá klukkan 11-17.

Lög­regla hafði af­skipti af manni sem var með hótanir í mið­borginni en sá róaðist er hún ræddi við hann.

Síðar barst til­kynning um ógnandi mann sem hafði uppi hótanir með hótanir á skrif­stofu Knatt­spyrnu­sam­tals Ís­lands á Laugar­dals­velli. Hann mun hafa verið ó­sáttur vegna flóð­lýsingu vallarins og er sagður hafa hótað að beita skot­vopni til að skjóta þau niður. Hann var farinn af vett­vangi er lög­reglu bar að garði og fannst ekki.

Eldur kviknaði í bif­reið á Kringlu­mýrar­braut og er bruninn í rann­sókn.

Til­kynnt var um vinnu­slys í Hafnar­firði þar sem maður hafði skorið sig á fingri á slípi­rokk.

Einn var hand­tekinn vegna hús­brots, þjófnaðar og eigna­spjalla í Kópa­vogi. Hann er nú í fanga­geymslu lög­reglu vegna rann­sóknar máls.