Eigandi Hverfisgötu 70 hafnar fullyrðingum Reykjavíkurborgar sem kveðst eiga lóðaréttindi sem borgin leggur til grundvallar greiðslubílastæðum framan við húsið.Í bréfi lögmanns húseigandans er farið yfir opinber skjöl vegna Hverfisgötu 70 og 70a.

„Þegar farið var að skoða fyrirliggjandi gögn er ekkert sem gefur tilefni til að ætla að Reykjavíkurborg eigi hlutdeild í lóðinni,“ segir í bréfinu.

Til þess að komast hjá kostnaði vegna málaferla er borginni boðið að semja um lausn sem báðir geti sætt sig við.

„Náist ekki ákjósanleg lausn á deiluefninu áskilur umbjóðandi minn sér rétt til að sækja rétt sinn fyrir dómstólum.“