Banda­rísk yfir­völd hóta að beita neitunar­valdi gegn á­lyktun Sam­einuðu þjóðanna í öryggis­ráðinu sem miðar að því að berjast gegn kyn­ferðis­of­beldi í stríði og beitingu þess sem vopn vegna orða­lags í á­lyktuninni um kyn­heil­brigði og getnað, að því er fram kemur á vef Guar­dian en þetta er haft eftir hátt settum banda­rískum og evrópskum erind­rekum. Orða­lagið er talið af banda­rískum stjórn­völdum fela í sér stuðning við fóstur­eyðingar.

Þrátt fyrir að fallið hafi verið frá upp­haf­legum hug­myndum í á­lyktuninni um al­þjóð­lega stofnun sem sjái um að fylgjast með að ríki berjist gegn kyn­ferðis­of­beldi og nauðgunum meðal her­manna sinna, er enn ekki víst að á­lyktunin verði sam­þykkt.

Á­stæður þess er að í á­lyktuninni er orða­lag þar sem vísað er til þess að kyn­heil­brigðis­stöðvar beri skyldu til þess að að­stoða fórnar­lömb nauðganna. Síðustu mánuði hefur Trump ríkis­stjórnin neitað að sam­þykkja hvert það plagg frá Sam­einuðu þjóðunum þar sem vísað er í getnað eða kyn­heil­brigði á þeim for­sendum að slíkt orða­lag feli í sér stuðning við fóstur­eyðingar.

Banda­rísk stjórn­völd hafa einnig lagt sig upp á móti orðinu „kyn­gervi“ (e. gender) og er í um­fjöllun Guar­dian greint frá því að stjórn­völd vilji þar með fría sig frá því að þurfa að styðja við réttindi trans­fólks. Tals­menn banda­rískra yfir­valda vilja ekki tjá sig um málið í sam­tali við Guar­dian.

Evrópskur erind­reki sem vildi ekki láta nafns síns getið, segir í sam­tali við miðilinn að um sé að ræða „árás á fram­sæknar hug­myndir um mann­réttindi sem hafi orðið til á síðustu 25 árum.“

„Þar til Trump ríkis­stjórnin kom, gátum við alltaf reitt okkur á Banda­ríkja­menn til að hjálpa okkur að verja þær. Núna hafa Banda­ríkja­menn skipt um lið. Núna er þetta orðið ó­heilagt banda­lag Banda­ríkja­manna, Rússa, Vatíkansins, Sáda og Bahreina sem kroppa í burt þær fram­farir sem hafa orðið.“