Maðurinn sem grunaður er um að hafa myrt breska bak­poka­ferða­langinn Grace Milla­ne í Nýja Sjá­landi í desember á síðasta ári er sagður hafa farið á Tinder-stefnu­mót eftir að hann myrti hann. Á meðan hann var á stefnu­móti geymdi hann lík Milla­ne í ferða­tösku inni á hótel­her­bergi hans.

Talið er að maðurinn hafi kyrkt Milla­ne eftir að þau fóru á stefnu­mót í kjöl­far þess að hafa kynnst á Tinder stefnu­móta­for­ritinu.

Frá þessu var greint í mál­flutningi málsins sem fór fram í vikunni í Nýja Sjá­landi. En lög­menn mannsins, sem ekki má nefna, kynntu sönnunar­gögn í gær. Milla­ne sást síðast á lífi þann 1. desember í Auck­land í Nýja Sjá­landi. Lík hennar fannst um viku síðar. Maðurinn hefur á­vallt neitað sök.

Verjandi mannsins sagði að hann hafi ó­vart kyrkt Milla­ne á meðan þau stunduðu sam­farir og sagði að at­hafnir sem hafi átt að auka á nautn þeirra hafi farið illa. Fyrir það hafi þau farið saman á nokkrar bari.

„Þeim leið aug­ljós­lega vel í faðmi hvers annars þetta kvöld. Í mynd­skeiðinu má sjá þau kyssast. Báðir aðilar lík­lega átt von á því að eitt­hvað kyn­ferðis­legt myndi eiga sér stað,“ sagði McCou­brey, verjandi mannsins.

Hann greindi frá því að maðurinn hafi sagt þau hafa fengið sér drykk og farið heim í sitt­hvoru lagi, en síðar breytt frá­sögn sinni og greint frá því að þau hafi stundað harka­legt kyn­líf þar sem þau bitu og slógu hvort annað.

Leitaði upplýsinga um hvernig hann gæti losað sig við lík

Maðurinn sagði að hann hafi sofnað í sturtu og svo þegar hann fór loks aftur inn í rúm hafi hann fundið lík Milla­ne.

„Ég vaknaði daginn eftir og sá að hún lá á gólfinu,“ hafði McCou­brey eftir manninum og bætti við: „Ég sá að hún hafði fengið blóð­nasir.“

Hann sagði Milla­ne hafa verið með á­verka sem hafi verið í sam­ræmi við að þrengt hafi verið að henni og að hún hafi verið kyrkt.

Þá greindi McCou­brey einnig frá því að síðar um kvöldið hafi maðurinn leitað að upp­lýsingum um það hvernig ætti að losa sig við lík og horfði svo á klám. Á ein­hverjum tíma­punkti hætti hann svo Inter­net-leit sinni og tók myndir af Milla­ne, látinni, og hélt síðan á­fram að horfa á klám.

Daginn eftir fór hann á annað Tinder-stefnu­mót og hafði á sama tíma ekki enn losað sig við lík Milla­ne, og geymdi það því í ferða­tösku á her­bergi sínu. Síðar gróf hann töskuna nærri Waita­kere Ran­ges í Auck­land.

Fjölskylda Millane og lögmaður fjölskyldu hennar.
Fréttablaðið/Getty

Var félagslynd og elskaði fjölskylduna heitt

Fjöl­skylda Milla­ne var við­stödd mál­flutning í gær. Í um­fjöllun BBC um málið kemur fram að faðir Milla­ne, David, hafi af og til litið til sak­borningsins og að móðir hennar, Gilli­an, hafi kippst við af sárs­auka þegar lög­reglu­maður lýsti því hvernig líki dóttur hennar hafði verið komið fyrir í ferða­tösku og svo grafin í jörðina.

Í yfir­lýsingu sem faðir hennar las upp fyrir dóminn talaði hann um hversu fé­lags­lynd „Gra­cie“ hans var, hversu auð­veld­lega hún hafi eignast nýja vini og hversu mikið hún elskaði fjöl­skyldu sína.

„Ég trúi því ekki að ungt fólk segi for­eldrum sínum allt,“ sagði hann, og bætti svo við: „Og það ættu þau heldur ekki að gera.“

Morðið á Milla­ne vakti mikinn óhug í Nýja Sjá­landi í byrjun árs. For­sætis­ráð­herra landsins, Ja­cinda Ardern, bað fjöl­skyldu hennar af­sökunar.

Greint er frá á BBC.