Júl­í­an­a Magn­ús­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur og brjóst­a­gjaf­a­ráð­gjaf­i IBCLC, seg­ir að síð­ust­u ár hafi margt breyst í fræð­um varð­and­i tung­u­haft. Fjall­að er um það á nor­rænn­i brjóst­a­gjaf­a­ráð­stefn­u sem nú stendur yfir á Ís­land­i og lýk­ur í dag.

„Tung­u­haft er ekk­ert nýtt. Það hef­ur ver­ið skoð­að og lækn­ar hafa ver­ið að klipp­a á það, en nýj­ar rann­sókn­ir sýna að þett­a hef­ur mik­ið á­hrif og get­ur haft mik­il á­hrif fram á full­orð­ins­ald­ur. Við vit­um núna, með nýj­um rann­sókn­um, hvern­ig tung­an á að hreyf­ast þeg­ar barn­ið er á brjóst­i,“ seg­ir Júl­í­an­a í sam­tal­i við Frétt­a­blað­ið, en hún er ein skip­u­leggj­end­a ráð­stefn­unn­ar.

„Þett­a er flókn­ar­a en við vor­um að horf­a á það. Ég segi við fólk, sem var ekki greint með tung­u­haft, en ég grein­i það síð­ar, að ég hefð­i sjálf ekki greint það fyr­ir tveim­ur árum því ég viss­i ekki bet­ur þá,“ seg­ir Júl­í­an­a.

Hún seg­ir að Sjúkr­a­trygg­ing­ar Ís­lands hafi hing­að til greitt fyr­ir þess­ar að­gerð­ir en nú séu þau hætt og hafi í á­kvörð­un sinn­i vís­að til þess að það sé, með­al ann­ars, vegn­a mik­il fjölg­un á „ó­þarf­a“ að­gerð­um.

„Það sýn­ir að þau hafa eng­an skiln­ing á því hvers­u mik­ið hef­ur breyst. Það má ekki gleym­a því að brjóst­a­gjöf er fæð­u­gjöf. Það er svo oft sagt að tung­u­haft­ið eigi ekki eft­ir að hafa nein á­hrif á fæð­u­gjöf en hvað ef það hef­ur á­hrif á brjóst­a­gjöf? Þá er það að hafa á­hrif á fæð­u­gjöf,“ seg­ir Júl­í­an­a á­kveð­in.

Vita betur hvað börn eru að gera á brjóstinu

Hún seg­ir að nýj­ar rann­sókn­ir sem hún vís­ar til hafi nýtt sér són­ar eða óm­tækn­i til að sjá hvað börn eru að gera þeg­ar þau eru á brjóst­i.

„Það hef­ur orð­ið til þess að við horf­um að­eins öðr­u­vís­i á tung­u­haft­ið. Ekki bara það sem er sjá­an­legt held­ur líka hvern­ig barn­ið not­ar tung­un­a. Það var fók­us á það hvort að barn­ið gæti sett tung­un­a út úr sér og þá væri allt í lagi,“ seg­ir Júl­í­an­a en bend­ir á að það eina sem það segi mann­i er að fremr­a tung­u­haft­ið sé ekki til stað­ar en það skipt­i líka máli hvort það séu vand­a­mál með aft­ar­a tung­u­haft­ið því það segi til um hreyf­ing­un­a sem þarf að vera til stað­ar hjá barn­in­u.

Eins og fyrr seg­ir lýk­ur ráð­stefn­unn­i í dag en á vef henn­ar má sjá að fjöl­marg­ir flutt­u er­ind­i um fjöl­breytt mál sem snert­a brjóst­a­gjöf, eins og stuðn­ing við mæð­ur, heim­a­þjón­ust­u og snuð­notk­un.

Hægt er að kynn­a sér ráð­stefn­un­a bet­ur hér.