Ásta Guðrún Helgadóttir er nýr formaður Samfylkingarfélagsins í Reykjavík. Þetta var ákveðið á fundi félgsins sem boðað var til með skömmum fyrirvara í dag.

Ásta var áður varaformaður félagsins en við því hlutverki tekur Sigfús Ómar Höskuldsson. Hörður Oddfríðarson steig fram í dag og viðurkenndi brot gegn Jódísi Skúladóttur þingkonu VG, eftir að hún tjáði sig um málið í fjölmiðlum.

„Maður tekur við þeim störfum sem manni eru falin, ég er þakklát fyrir það. Og ég þakka traustið,“ segir Ásta Guðrún í samtali við Fréttablaðið.