PACBI, palestínskur hópur um sniðgöngu á Ísrael, er lítið skemmt yfir pólitísku uppátæki hljómsveitarinnar Hatara sem veifaði þjóðfána Palestínu í beinni útsendingu á úrslitakvöldi Eurovision í Tel Aviv í gær.

PACBI sendi frá sér yfirlýsingu skömmu eftir að úrslitin voru kunngjörð í keppninni, þess efnis að þau samþykktu ekki gjörning Hatara. Væri Hatara alvara með því að styðja við bakið á Palestínumönnum hefðu þau sniðgengið keppnina.

Umræddur hópur er hluti af BDS (Boycott, Divestment and Sanctions) sem einnig berst fyrir sniðgöngu á Ísrael. BDS sendi einnig frá sér sambærilega yfirlýsingu í gær.

Þar segir meðal annars: „Þýðingarmesta tjáningin um samstöðu með Palestínu er að hætta við þátttöku í aðskilnaðarríkinu Ísrael.“

Yfirlýsingar PACBI og BDS má sjá hér að neðan.